Gefnar hafa verið út Ráðleggingar um meðferð vegna algengra sýkinga utan spítala.
Ráðleggingarnar eru aðgengilegar hér á vefnum og þar eru nánari upplýsingar.
Þær eru þýddar og staðfærðar með leyfi STRAMA (strategigruppen för rationell antibiotikaanvändning och minskad antibiotikareststens) í Svíþjóð.
Í desember 2014 var hafin vinna innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) í samstarfi við Embætti landlæknis og LSH við að sníða leiðbeiningarnar að íslenskum aðstæðum, ekki síst með tilliti til næmis/ónæmis sýkla hér á landi gagnvart sýklalyfjum. Niðurstaðan af þessari vinnu eru þær leiðbeiningar sem hér eru birtar og eru ætlaðar læknum í daglegu starfi þegar meðhöndla skal þær sýkingar sem algengastar eru meðal sjúklinga heilsugæslunnar.
Elín Arna Ellertsdóttir sá um fyrstu grunnþýðingu sænska textans . Textinn var svo lagfærður og leiðbeiningarnar lagaðar að íslenskum aðstæðum, Af hálfu HH komu að verkinu Jón Steinar Jónsson, heimilislæknir, Kristján Linnet, lyfjafræðingur og Oddur Steinarsson, heimilislæknir, en af hálfu hinna stofnananna þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir sýklafræðideildar LSH. Michael Clausen, barnalæknir kom með ýmsar ábendingar, og einnig Pétur Heimisson, heimilislæknir.
Ráðleggingarnar verða uppfærðar eftir því sem tilefni gefst til en framvegis fer útgáfa eingöngu fram á hér vefnum.
Ráðleggingar um meðferð vegna algengra sýkinga utan spítala
17.03.2017