Sálfræðingafélag Íslands og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu standa í annað sinn að fræðsluröð á fjarfundum um áhrifaþætti á líðan og það sem hægt er að gera til að viðhalda góðri líðan í tilefni af gulum september, sem hefst 1.september á Alþjóða sjálfsvígsforvarnardeginum og lýkur 10.október á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum.
Erindin verða haldin á fjarfundum kl.12-12:30 á föstudögum og eru öll velkomin.
Á þessu ári verður fyrsta erindið tileinkað líðan á eftirlaunaaldri í takt við áherslur guls septembers 2025. Sérfræðingar munu einnig fjalla um bjargráð til þess að lifa með verkjum, takast á við hræðslu við dýr og kvíða barna á aldrinum 5-12 ára, samspil áfengis við líðan og svefnlyfjanotkun.
Finna má viðburðina og hlekki á fjarfundina á facebook síðu sálfræðingafélagsins, á vef guls septembers og vef Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Á vef guls septembers má finna alla dagskrá guls septembers. Hvetjum öll til vera í gulu á gula deginum 10.september.