Lyfjaskortur

Mynd af frétt Lyfjaskortur
16.11.2022

Eins og fram hefur komið eru skráðu lyfin Amoxin mixtúra og Amoxicillin Sandoz mixtúra ófáanleg.

Í stað þeirra hafa verið flutt til landsins tvö undanþágulyf:  Amoxi-Mepha 50 mg/ml og Infectomox 100 mg/ml. Nægar birgðir eru til í landinu af Infectomox og Amoxi-Mepha verður komið í sölu í vikulok.

Lyfjastofnun hefur heimilað apótekum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Amoxin 100 mg/ml eða Amoxicillin Sandoz 100 mg/ml í þau undanþágulyf sem eru til í landinu hverju sinni, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á. 

Því mælum við með að læknar skrifi lyfjaávísun fyrir skráðu lyfjunum, Amoxin mixtúru og Amoxicillin Sandoz mixtúru, og láti svo lyfjafræðinga í apótekum um að breyta í viðeigandi undanþágulyf.

Birgjar eru meðvitaðir um alvarleika málsins og halda okkur upplýstum um birgðastöðu i landinu hverju sinni.

Þá hafa fregnir borist af skorti á Kåvepenin mixtúru en sú mixtúra er einnig væntanleg í vikulok.

Þess ber að geta að börn fá sjálfkrafa greiðsluþátttöku í sýklalyfjum, einnig í þeim tilfellum þegar undanþágulyf kemur í stað skráðs lyfs.