Ráðleggingar um mataræði hafa verið gefnar út fyrir þá sem kjósa grænkerafæði (vegan mataræði), annars vegar fyrir barnshafandi konur og konur með barn á brjósti og hins vegar fyrir börn frá fæðingu til sex ára aldurs.
Bæði er hægt að nálgast samantektir úr ráðleggingunum fyrir mismunandi hópa, sem og ítarlegri texta. Er það von okkar að þetta nýtist starfsmönnum heilsugæslunnar við að aðstoða þennan hóp. Þessar ráðleggingar geta einnig verið stuðningur fyrir þá sem þurfa að útiloka ákveðnar fæðutegundir úr mataræði sínu eða sem fylgja grænmetismataræði sem inniheldur einhverjar fæðutegundir úr dýraríkinu.
Ráðleggingarnar byggja á Norrænu næringarráðleggingunum og sambærilegum ráðleggingum um grænkerafæði á Norðurlöndunum og voru unnar af embætti landlæknis, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og Menntavísindasviði Háskóla Íslands í samvinnu við Samtök grænkera á Íslandi.
Sjá nánar undir Næringarsvið - Grænkerar
Nánari upplýsingar veitir
Óla Kallý Magnúsdóttir næringarfræðingur á ÞÍH