Eins og fram kom í fréttabréfi ÞÍH í september hefur heilbrigðisráðuneytið veitt ÞÍH tímabundið fjárframlag til að efla heilsugæsluþjónustu um allt land, með áherslu á geðheilbrigðismál.
Hluti af þessu fjárframlagi hefur farið í að ráða 2 sálfræðinga til ÞÍH á meðan á þessu verkefni stendur, eða til eins árs.
Liv Anna Gunnell, sálfræðingur á Heilsugæslunni Miðbæ kemur hingað í 50% stöðu og Óttar G. Birgisson, sálfræðingur í Heilsugæslunni Seltjarnarnesi og Vesturbæ, kemur í 20% stöðu.
Verkefni þetta er mjög spennandi og mjög mikilvægt og hlökkum við til samstarfs við Liv Önnu og Óttar á komandi mánuðum.