Meðfylgjandi er þriðja fréttabréf ÞÍH.
Eins og þar kemur fram hefur Þróunarmiðstöðin nú starfað í eitt og hálft ár.
Unnið er að fjölmörgum verkefnum sem lúta að bættri heilsu og betri þjónustu heilsugæslunnar við alla landsmenn.
Áfram er unnið að STRAMA verkefninu varðandi skynsamlega notkun sýklalyfja og kemur þar gagnasýn Sögukerfisins sterk inn.
Til stendur að koma á heilsueflandi móttökum á heilsugæslustöðvum sem myndu þá sinna meðferð sjúklinga með sykursýki, offitu, háþrýstings o.fl. lífsstílstengdra sjúkdóma.
ÞÍH hefur fengið til liðs við sig næringarfræðing sem mun styðja við þessar heilsueflandi móttökur. Sem fyrr skipar hreyfiseðillinn verðugan sess í þessum móttökum.
Breytingar á skimunum við 18 mánaða skoðun sem kynnt er í fréttabréfinu mun væntanlega einfalda verkferla til muna.
ÞÍH hefur nú formlega tekið í notkun eigið vörumerki og jafnframt opnað heimasíðu og verður spennandi að sjá hvernig hún mun koma til með að nýtast.
Eins og áður eru spennandi tímar framundan með fjölmörgum áskorunum.
Það er ástæða til að þakka bæði ráðuneyti og ekki síst ykkur öllum sem við eigum að þjónusta fyrir góðan stuðning.