Þegar unnið er að því að taka upp heilbrigðari matarvenjum getur hjálpað að beita meðferð sem snýst um að þjálfa svengdarvitund. Þessi aðferð hentar öllum sem vilja verða sáttari við matarvenjur sínar, hver svo sem þyngdin er. Aðferðin felst í því að æfa sig í að taka betur eftir merkjum líkamans um svengd og seddu; æfa sig í að þekkja þessi merki og hvers vegna við förum að borða. Rauði þráðurinn er aukin meðvitund; meðvitund um hversu södd eða svöng við erum, af hverju við erum að fara að borða og hvernig okkur líður þegar við gerum það.
Þetta örnámskeið um þjálfun svengdarvitundar inniheldur fjögur myndbönd, sem er hvert um sig 4-10 mínútur. Ég hvet þig til að horfa á myndböndin í réttri röð og gefa þér tíma til að lesa yfir fylgiskjölin í viðhengi, íhuga efni myndbandsins, svara spurningum og leysa verkefni þar sem það á við áður en þú horfir á næsta myndband í röðinni.
Vona að þetta gagnist vel
Hluti 1
Hluti 2
Hluti 3
Hluti 4