Markmið: Greina snemma merki um óheilbrigða þyngdaraukningu til að forðast offituþróun og tengda fylgisjúkdóma.
BMI mælingar: Framkvæma reglulegar BMI mælingar í ungbarnavernd. Nota aldurs- og kynjaaðlagað vaxtarit í sögukerfi.
Áhættuþættir: Meta hraða þyngdaraukningar, svefntruflanir eins og kæfisvefn og fæðuvenjur sem geta bent til áhættu á offitu.
Fjölskyldu- og umhverfisþættir: Meta þyngdarstöðu foreldra, matarvenjur og félagslegar hindranir til að greina áhættuþætti sem hægt er að breyta.
Fræðsla: Gefa ráðleggingar um heilbrigt mataræði, skammtaeftirlit, virkan leik og minnkun skjátíma til að stuðla að betri heilsu til lengri tíma.
Sjá nánar leiðbeiningar um skimun í ung- og smábarnavernd