Ung- og smábarnavernd

Markmið: Greina snemma merki um óheilbrigða þyngdaraukningu til að forðast offituþróun og tengda fylgisjúkdóma.

BMI mælingar: Framkvæma reglulegar BMI mælingar í ungbarnavernd. Nota aldurs- og kynjaaðlagað vaxtarit í sögukerfi.

Áhættuþættir: Meta hraða þyngdaraukningar, svefntruflanir eins og kæfisvefn og fæðuvenjur sem geta bent til áhættu á offitu.

Fjölskyldu- og umhverfisþættir: Meta þyngdarstöðu foreldra, matarvenjur og félagslegar hindranir til að greina áhættuþætti sem hægt er að breyta.

Fræðsla: Gefa ráðleggingar um heilbrigt mataræði, skammtaeftirlit, virkan leik og minnkun skjátíma til að stuðla að betri heilsu til lengri tíma.

 

Sjá nánar leiðbeiningar um skimun í ung- og smábarnavernd

 

Heilsuvernd skólabarna

Markmið: Greina snemma merki um óheilbrigða þyngdaraukningu til að forðast offituþróun og tengda fylgisjúkdóma.

BMI mælingar: Framkvæma líkamsmælingar (hæð,þyngd,líkamsþyngdarstuðull) í 1., 4., 7., og 9. bekk og setja inn í vaxtarrit til að fylgjast með þróun yfir tíma.

Heildarmat: Meta hreyfingu, matarvenjur og félagslega þætti eins og líkamsímynd og einelti.

Tilvísanir: Vísa börnum með BMI yfir 2 staðalfrávik ofan við meðaltal til heilsugæslu fyrir frekari uppvinnslu, meðferð og eftirlit.


Sjá nánar leiðbeiningar um skimun í heilsuvernd skólabarna