Tilvísun í fjölskylduteymið berst frá fulltrúa/aðila teymis eins og til dæmis í kjölfar greininga, í gegnum skólaheilsugæslu eða bráðateymi BUGL. Ósk um þjónustu getur borist úr nærumhverfi barnsins eins og frá foreldrum, kennara, nemendaverndarráði eða heilsugæslu sem hefur þá samband við aðila teymissins. Sá sem vísar máli, tilvísandinn, er ábyrgur fyrir:
- Að kynna teymið fyrir foreldrum og hvers megi vænta varðandi ferlið og vera tengiliður við fjölskyldurnar þangað til málið er tekið fyrir á teymisfundi. Sjá til að foreldrar skrifi undir upplýst samþykki og fyllt séu út tilvísunareyðublöð.
- Að senda teymisstjóra upplýsingar um nýtt mál.
- Að taka saman mikilvæg málsgögn (greiningar, aðra íhlutun) og koma þeim til teymisstjóra áður en málið er tekið fyrir á teymisfundi/undirbúningsfundi eða á fundinum sjálfum. Um leið og gagna er aflað ætti að skanna skjöl í Sögu eins fljótt og auðið er og eyða pappírsgögnum.
- Að upplýsa skólahjúkrunarfræðing og heimilislækni um að málinu hafi verið vísað í teymið. Ef stutt er í næsta teymisfund er nóg að gera það á fundinum sjálfum en ef það eru einhverjar vikur í næsta teymisfund er gott að gera það sem fyrst.