Fjölskylduteymi heilsugæslunnar, velferðarþjónustu, skólaþjónustu, barnaverndar og barna- og unglingageðdeildar (BUGL)

Fjölskylduteymi er samstarfsverkefni heilsugæslunnar, barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, velferðar- og skólaþjónustu sveitafélaga og barnaverndar. Teymið er myndað utan um þjónustusvæði hverrar heilsugæslu og er staðsett þar.

Teymið er meðferðar/þjónustu-teymi fyrir börn og fjölskyldur í vanda og starfar samkvæmt hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun.

Teymið þjónustar börn og fjölskyldur með tilfinningavanda, félagslegan vanda, þroskafrávik og/eða hegðunarerfiðleika. 

Teymið er meðferðarteymi/úrlausnarteymi/þjónustuteymi og því er ætlað að setja fram áætlun sem felur í sér meðferð, stuðning eða önnur úrræði. Teymið leitar úrræða, samhæfir aðgerðir/þjónustu og útbýr sameiginlega meðferðaráætlun fyrir barnið þvert á stofnanir. 

Teymið tekur mið af fyrirliggjandi greiningum og meðferðum við gerð meðferðaráætlana. Ef þörf er á frekari greiningar vinnu (svo sem skólaþjónustu eða ÞHS) er því vísað á viðeigandi stað.

Umgjörð fjölskylduteymis

Samstarfsverkefnið samanstendur annars vegar af undirbúnings og meðferðarteymi, skipað fagfólki innan heilsugæslu og hins vegar þverfaglegu teymi, hinu eiginlega fjölskylduteymi sem er skipað fagfólki þvert á stofnanir. 

Fundir í fjölskylduteymi eru haldnir á 4-6 vikna fresti þar sem aðilar teymisins koma saman og ræða einstök mál, gera meðferðaráætlanir, skipa málastjóra og fylgja málum eftir. Fundirnir eru undirbúnir af undirbúningsteyminu sem hefur það hlutverk að ákveða dagskrá fundar fjölskylduteymis og skulu þeir fundir ekki vera sjaldnar en fjölskylduteymisfundirnir og ávallt að minnsta kosti 5 dögum áður. Hæfilegt er að funda á 4-6 vikna fresti, klukkutíma í senn. Teymisstjórar sjá um að boða fundi og sinna utanumhaldi. Eftirfarandi aðila sitja teymisfundina:

 

Æskilegt er að þeir fagaðilar sem feitletraðir eru hafi fasta setu í fjölskylduteyminu. Aðrir fagaðilar eru boðaðir eftir þörfum.