Stjórnun og skipulag

 

Anna Bryndís Blöndal er settur forstöðumaður Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Hóf hún störf 10. september 2025. 

 


Anna Bryndís Blöndal útskrifaðist sem lyfjafræðingur árið 2006 og lauk doktorsprófi í lyfjafræði árið 2017.

Hún er dósent í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og hefur frá árinu 2019 starfað sem fagstjóri lyfjaþjónustu hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Anna hefur komið að þróun og innleiðingu nýrrar lyfjaþjónustu í heilsugæslu með sérstakri áherslu á endurskoðun lyfjameðferða/lyfjarýni. Hún sinnir jafnframt kennslu og rannsóknum á sviði lyfjafræði og hefur leiðbeint meistara- og doktorsnemum.

Hún hefur einnig verið virk í stefnumótun og umbótastarfi í heilbrigðiskerfinu, m.a. í tengslum við landsverkefnið Lyf án skaða og vinnuhópa á vegum Evrópuráðsins (EDQM), auk þátttöku í evrópsku og norrænu samstarfi tengdu heilbrigðisþjónustu. 

 

Heilbrigðisráðherra skipar fagráð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu sem vinnur að stefnumörkun og tryggir tengsl við aðrar heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar.

 

Fagráðið starfar innan Þróunarmiðstöðvarinnar og er þannig skipað:

  • Anna Bryndís Blöndal, forstöðumaður Þróunarmiðstöðvarinnar, formaður
  • Nanna Sigríður Kristinsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Örn Ragnarsson, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Norðurlands
  • Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Suðurlands
  • Snorri Björnsson, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
  • Oddný Eva Böðvarsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Vesturlands
  • Karólína Andrésdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Austurlands
  • Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
  • Sigríður Sía Jónsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisvísindasviði Háskóla á Akureyri
  • Helga Gottfreðsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands
  • Unnur Þóra Högnadóttir, tilnefnd af heilsugæslustöðvunum Salahverfi, Urðarhvarfi, Höfða og Kirkjusandi

 

Heilbrigðisráðherra skipar fagráð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu sem vinnur að stefnumörkun og tryggir tengsl við aðrar heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar.