Fræðadagar heilsugæslunnar verða haldnir 2. - 3. nóvember 2017.
Yfirskrift daganna að þessu sinni er: Framsækin heilsugæsla - gæðaþróun í brennidepli. Þetta sjónarhorn verður notað til að skoða viðfangsefni heilsugæslu frá ýmsum hliðum.
Dagskrárvinna er í fullum gangi og verður dagskráin kynnt hér á vefnum í september. Hugmyndir og tillögur um umfjöllunarefni og/eða fyrirlesara eru vel þegnar. Sendið ábendingar um efni í gegnum Hafa samband formið hér á vefnum í fyrir 5. maí 2017.
Fræðadagar eru árlegur viðburður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og verða nú haldnir í níunda sinn. Þróunarsvið heilsugæslunnar hefur umsjón með Fræðadögum.
Skipulagsstjóri Fræðadaganna að þessu sinni er Jón Steinar Jónsson heimilislæknir, Heilsugæslunni Efstaleiti. Aðrir í nefndinni eru Elín Eiríksdóttir, Ósk Ingvarsdóttir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir og Sesselja Guðmundsdóttir.
Fræðadagarnir verða haldnir á Grand hóteli að vanda og skráning hefst 1. október.
Takið dagana frá og við hlökkum til að sjá ykkur á Fræðadögunum.