Lófafylli af lyfjum

Mynd af frétt Lófafylli af lyfjum
08.10.2025

Með hækkandi aldri fjölgar sjúkdómsgreiningum og lyfjabyrði eykst. Fjöllyfjameðferð fjölgar lyfjatengdum vandamálum og teflir lyfjaöryggi í tvísýnu, svo mjög að líta má á hana sem ígildi sjúkdóms. Fjöllyfjameðferð kallar á skýrt verklag, þar sem læknar eru minntir á ábyrgð sína við ávísun, endurnýjun og eftirfylgd lyfjagjafar. Tilfærsla á milli þjónustustiga kallar á sérstaka athygli, vegna þeirrar áhættu sem slíkri tilfærslu fylgir, einkum og sér í lagi með tilliti til lyfjameðferðar og eftirfylgdar.

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins (10. tbl. 2025) birtist grein um Jónu, eldri konu sem naut góðs af þverfaglegu samstarfi lækna, hjúkrunarfræðinga og lyfjafræðinga. 

Jóna tók fjölmörg lyf en eftir markvissa lyfjarýni, samtal og sameiginlega ákvörðunartöku tókst að fækka lyfjum hennar verulega, bæta líðan og draga úr aukaverkunum. Tilfellið sýnir vel hversu miklu máli slíkt samstarf skiptir í daglegu starfi og hvernig lyfjarýni getur haft bein og jákvæð áhrif á heilsu og lífsgæði fólks. 

Þeir sem eru áhugasamir geta fundið greinina hér: Lófafylli af lyfjum - Málþing um fjöllyfjameðferð á Læknadögum 2025