Skimun á fæðuvali í mæðravernd

Mynd af frétt Skimun á fæðuvali í mæðravernd
23.09.2025

Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor við Háskóla Íslands var síðastliðinn miðvikudag með fræðslu fyrir ljósmæður um skimun á fæðuvali á meðgöngu sem markmiðið er að innleiða í mæðravernd. 

Ávinningur skimunar á fæðuvali á meðgöngu er margvíslegur. Með skimuninni er hægt á auðveldan hátt að finna þá einstaklinga sem gæti vantað lykilnæringarefni fyrir fósturþroska og tækifæri til að gefa ráðleggingar um fæðuval út frá svörum hvers og eins í stað þess að koma með hlaðborð af almennum ráðleggingum.

Þá er kjörið tækifæri til forvarna og hafa íslenskar rannsóknir meðal annars sýnt að barnshafandi konur yfir kjörþyngd sem borða hollan mat séu ekki í meiri hættu á meðgöngusykursýki en konur í kjörþyngd. 

 

Fyrir þá sem misstu af kynningunni má finna upptöku af fundinum inni á læstri síðu ÞÍH en lykilorð á hana má nálgast á throunarmidstod@heilsugaeslan.is