Málþing á degi sjúklingaöryggis

Mynd af frétt Málþing á degi sjúklingaöryggis
16.09.2025

Þann 17. september næstkomandi mun embætti landlæknis standa fyrir málþingi á alþjóðlegum degi sjúklingaöryggis. 

Málþingið er skipulagt af fagráði embættis landlæknis um sjúklingaöryggi í samvinnu við ýmsa fagaðila og notendur heilbrigðisþjónustunnar. Formaður nefndarinnar er Hrefna Þengilsdóttir hjá embætti landlæknis. Ástþóra Kristinsdóttir verkefnastjóri/sérfræðiljósmóðir  hefur setið í nefndinni fyrir hönd ÞÍH. Áslaug Heiða Pálsdóttir barnalæknir hjá ÞÍH verður með erindi um vinnulag í ung- og smábarnavernd; Þegar áhyggjur vakna að einhverfu.

Að þessu sinni er þema málþingsins Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn og nýbura. Mörg fróðleg erindi eru á málþinginu og hvet ég alla til að fylgjast með. 

Fundartími: Miðvikudaginn 17. september kl. 13:00

Fundarstaður: Fundarsalur Íslenskrar erfðagreiningar.

Fundarstjóri: Sigurður E. Sigurðsson

Málþingið er öllum opið en einnig verður streymt frá fundinum.

Málþing á degi sjúklingaöryggis - 17. september 2025 | Embætti landlæknis