Fræðsluferð um sálfræðiþjónustu í fyrstu línu í Noregi og Englandi

Mynd af frétt Fræðsluferð um sálfræðiþjónustu í fyrstu línu í Noregi og Englandi
05.08.2025

Yfirsálfræðingar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Suðurlands og Suðurnesja ásamt fagstjóra sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu þáðu boð um að heimsækja teymi sem sinna fyrstu línu sálfræðiþjónustu á heilsugæslustigi við algengum vanda með áherslu á kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun í Osló, Noregi og London, Englandi. 

Fyrst var farið til Helsdirektoratet í Oslo þar sem var kynning og fræðsla um innleiðingu verklags í sálfræðiþjónustu sem hófst 2012 og heitir Rask Psykisk helsehjelp. Einnig var heimsótt eitt af teymunum sem veita þjónustuna í Oslo. Eftir það var farið til London til að heimsækja eitt af talking therapies teymunum en Talking therapies eru talin fremst á heimsvísu hvað varðar sálfræðiþjónustu í fyrstu línu og er fyrirmynd norska verklagsins.

Á báðum stöðum byggir þjónustan á klínískum leiðbeiningum og er því þrepaskipt og allt starfsfólk er sérþjálfað. Öll þjónustan er árangursmæld frá upphafi og í báðum tilfellum hefur árangur verið mjög góður.

Fyrir áhugasama má sjá upplýsingar um rask psykisk helsehjelp hér: Rask psykisk helsehjelp - Helsedirektoratet og talking therapies hér: NHS England » NHS Talking Therapies, for anxiety and depression