Vinnustofa um hegðunarvísindi í heilbrigðisþjónustu (Behavioural and cultural insights) var haldin 1.nóvember 2024 í samvinnu Heilbrigðisráðuneytisins, Embætti landlæknis og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Beiting hegðunarvísinda (BCI) í heilsueflingu og forvörnum er eitt af fjórum flaggskipum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar árin 2022-2027.
Vinnustofa um beitingu hegðunarvísinda var haldin vorið 2024 en þá kynntu sérfræðingar frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni áherslurnar. Vinnustofan 1.nóvember var skipulögð í samráð við sérfræðing í atferlisvísindum, Huldu Þórisdóttur, prófessor við Háskóla Íslands. Hulda hélt erindi um beitingu hegðunarvísinda, fjallað var um notagildi þeirra í heilbrigðisþjónustu og unnið í hópum við mótun á áherslum og framkvæmd slíkra verkefna. Þátttakendur á vinnustofunni komu frá ráðuneytum, heilbrigðisstofnunum, embætti landlæknis og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.
Sjá fleiri upplýsingar á vefsvæði sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu.


