Fræðsla mánaðarins - Milliverkun lyfja

Mynd af frétt Fræðsla mánaðarins - Milliverkun lyfja
12.03.2024

Fræðsla mánaðarins fyrir febrúar kemur inn í seinna lagi en er nú komin inn á heimasíðu ÞÍH. Elín Ingibjörg Jacobsen lyfjafræðingur ÞÍH fjallar um milliverkanir lyfja. 

Fræðsla mánaðarins er meðal annars hugsuð sem heppilegt efni á vikulega fræðslufundi á heilsugæslustöðvum en er að sjálfsögðu fyrir alla áhugasama að skoða.

Mikilvægt er að horfa til milliverkana lyfja þegar nýjum lyfjum er ávísað og fer Elín vel yfir það.

Fyrirlesturinn, ásamt fleirum, má finna hér og ef vantar notendanafn og lykilorð þá hikið ekki við að hafa samband á throunarmidstod@heilsugaeslan.is