Þann 6. mars síðastliðinn var haldin málstofa um svefn með Dr. Erlu Björnsdóttur, sálfræðingi hjá Betri svefni.
Þar var hún með kynningu á verkfærum til notkunar við svefnvanda og útskýrði hvernig heilbrigðisstarfsfólk í heilsugæslu getur nýtt þau sem úrræði fyrir skjólstæðinga heilsugæslunnar. Einnig eru verkfæri fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem nýtast sem stuðningur í samtali við skjólstæðinga.
Efnið var þróað í „verkfærakistu“ fyrir Heilsueflandi móttökur/þjónustu. Það er að sjálfsögðu sjálfsagt að nota efnið alls staðar innan heilsugæslunnar.
Eftirfarandi efni er nú aðgengilegt
- Svefnskimun
- Fræðsluefni
- Verkfæri fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að styðja það í samtali við skjólstæðinga.
- Stutt rafræn svefnnámskeið, hugsað sem stuðningur við skjólstæðinga. Þau nýtast einnig samfara niðurtröppun svefnlyfja.
Erla hvatti okkur til að kynna okkur verkfærin og prufa okkur áfram!
Verkfærin eru aðgengileg inn á læstri síðu ÞÍH (Svefn (throunarmidstod.is) og eru hugsuð sem:
- Fyrsta val við svefnvanda, eru í formi; skimunar, fræðsluefnis, skráningar dagbóka og stuttrar rafrænna námskeiða sem hugsuð eru sem stuðningur við skjólstæðinga með svefnvanda
- Ef skjólstæðingur þarf svefnlyf í skamman tíma þá:
- Fyrsta val á lyfi ætti að vera Melatonin https://throunarmidstod.is/svid-thih/lyfjasvid/leidbeiningar-um-lyfjaval/gedsjukdomar/
- Gildir sama nálgun á notkun verkfæranna það er skimun, fræðsluefni, skráning dagbóka og stutt rafræn námskeið sem hugsuð eru sem stuðningur við skjólstæðinga með svefnvanda
- Ef skjólstæðingur þarf að fara á ávanabindandi svefnlyf eða er á þeim og þarf að trappa þau niður þá:
- Skimun, fræðsluefni, skráning dagbóka og stutt rafræn námskeið sem hugsuð eru sem stuðningur við skjólstæðinga með svefnvanda.
- Að trappa niður svefnlyf: Útfæra meðferðaráætlun - Prescriby
Aðgang að læstri síðu Þróunarmiðstöðvar má nálgast hjá throunarmidstod@heilsugaeslan.is