Sýklalyfjadagur 16. nóvember

Mynd af frétt Sýklalyfjadagur 16. nóvember
06.11.2023

Í tilefni af Vitundarvakningu um sýklalyfjaónæmi mun sóttvarnalæknir ásamt Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) halda málþing um sýklalyf og sýklalyfjaónæmi fimmtudaginn 16. nóvember 2023 kl. 13-15 í húsnæði ÞÍH (Loftið, Álfabakka 16) en einnig verður boðið upp á þátttöku með fjarfundi (Teams). Sjá dagskrá og upplýsingar um skráningu í pdf skjalinu hér að neðan 
 
Dagurinn 18. nóvember er sérstaklega helgaður vitundarvakningu um sýklalyf hjá Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC). Sama dag hefst vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfja á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Tilgangur þessarar vitundarvakningar er að minna almenning, stjórnvöld, heilbrigðisstarfsmenn og aðra aðila á þá ógn sem stafar af útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería í heiminum. Sjá nánar: https://island.is/syklalyf/vitundarvakning. Þema WHO er hið sama og árið 2022: Fyrirbyggjum sýklalyfjaónæmi í sameiningu ("Preventing antimicrobial resistance together"). 

Við vekjum athygli á að óskað er eftir skráningu á þátttöku fyrir 13. nóvember næstkomandi.