Þróunarmiðstöð 5 ára

Mynd af frétt Þróunarmiðstöð 5 ára
25.10.2023

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu fagnaði fimm ára afmæli á dögunum og var haldið upp á það föstudaginn 20. október með pompi og prakt

Gestum var boðið á afmælismálþing um framtíð heilsugæslunnar þar sem starfsmenn ÞÍH fluttu stutt erindi  um störf sín og framtíðarsýn ásamt þess að 4 gestir voru fengnir til að koma með innlegg um sína framtíðarsýn á heilsugæsluna.

Steindór Ellertsson sérnámslæknir í heimilislækningum og doktorsnemi talaði um framtíð gervigreindar í heilsugæslu.

Helga Sævarsdóttir svæðisstjóri og fagstjóri hjúkrunar í heilsugæslunni Árbæ talaði um raunhæf markmið og eða draumsýn eftir 5 ár.

Linda Kristjánsdóttir yfirlæknir í Heilsugæslunni Urðarhvarfi talaði um framtíð heilsugæslunnar frá sjónarhorni yfirlæknis á einkarekinni stöð með reynslu frá landsbyggðastöð.

Síðast en ekki síst flutti Örn Ragnarsson framkvæmdastjóri lækninga á HSN erindi um landsbyggðarlækninn og hvað þurfi til að fjölga þeim. 

Málþingið var áhugavert og afar vel heppnað.

Um kvöldið gerðu síðan starfsmenn ÞÍH sér glaðan dag og boðið var til kvöldverðar þar sem litlu var til sparað og skálað var fyrir góðu starfi og bjartri framtíð heilsugæslunnar.