Í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna 10. september hefur sálfræðiþjónusta ÞÍH útbúið lesefni fyrir Heilsuveru um hvert hægt er að leita ef notendur eru með hugsanir um að vija ekki vera til eða vilja deyja og ráðleggingar til þess að takast á við mikla vanlíðan. Þar er að finna upplýsingar um hvert á að leita við bráðum vanda, símanúmer og netspjöll og hlekki á viðeigandi þjónustu. Efnið er bæði ætlað þeim sem eru með hugsanir um dauðann eða sjálfsvíg og aðstandendur þeirra. Efnið má skoða hér.
Einnig hefur verið sett inn síða um sorg, bæði við dauðsfall sem og annars konar missi. Sorg má upplifa til dæmis við að missa vinnuna, fara á eftirlaun, hætta í sambandi og svo framvegis. Þar er að finna upplýsingar um mismunandi stig sorgar, eðlileg einkenni og ráðleggingar. Fjallað er um sorg við dauðsfall og þar eru margir hlekkir á viðeigandi félagasamtök sem gott getur verið að benda notendum á. Efnið inniheldur hlekki á hjálplegt lesefni svo sem praktískar leiðbeiningar fyrir aðstandendur eftir andlát og ráðleggingar fyrir aðstandendur eftir sjálfsvíg. Efnið má skoða hér.
Vonast er til þess að efnið auðveldi fagfólki að styðja notendur við að takast á við sjálfsvígshugsanir og sorg og auki aðgengi notenda að viðeigandi þjónustu sem fyrst.