Lausar eru til umsóknar 12 sérnámsstöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæsluhjúkrun.
Stöðurnar eru fimm við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), tvær við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), ein við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU), ein við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), ein við Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), ein við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST) og ein við Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE).
Hver sérnámsstaða er 80% og veitist frá 1. ágúst 2023 til eins árs.
Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2023.
Athugið að sótt er um sérnámsstöðu hjá viðkomandi stofnun.
Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Námið samanstendur af fræðilegu námi við Háskólann á Akureyri og klínískri þjálfun á heilsugæslustöð hjá HH, HSN, HSU, HSS, HSA, HVEST eða HVE undir handleiðslu lærimeistara. Námið er skipulagt til eins árs og lýkur með diplómagráðu.
Sjá auglýsingu