Í lok ársins 2021 ákvað Heilbrigðisráðuneytið að fela heilbrigðisstofnunum að efla heilbrigðistækni eða velferðartækni í þjónustu við fólk í heimahúsi sérstaklega til handa þeim sem bíða eftir hjúkrunarrými. Í lok síðasta árs var ÞÍH falið að koma að þessu verkefni, sérstaklega að hafa yfirsýn yfir þau verkefni sem stofnanirnar hafa prófað og þróað, deila reynslu milli stofnana, samhæfa verklag og vera stofnunum innan handar við val á lausnum á þessu sviði.
Til þessa verkefnis hafa verið ráðnar í tímabundna stöðu hjá ÞÍH, þær Margrét Víkingsdóttir og Eva Magnúsdóttir á HSN.