Á fræðsluvef þróunarmiðstöðvar er komin ný fræðsla um einkenni algengra geðraskana: Kvíða, þunglyndi og áföll.
Fræðsluna má finna undir flipanum geðheilbrigði.
Þar er einnig að finna fræðsluefni eins og fræðslu um áhugahvetjandi samtal, meðferð við langvinnum verkjum og kvíða hjá börnum.
Fræðsluefnið var útbúið í tengslum við verkefnið „Heilsuefling í heimabyggð“ sem heilbrigðisráðuneytið veitti fjárheimild til.