Sérnám í heilsugæsluhjúkrun - útskrift 2022

Mynd af frétt Sérnám í heilsugæsluhjúkrun - útskrift 2022
28.09.2022

Föstudaginn 2. september síðastliðinn var haldið kaffiboð á ÞÍH í tilefni af útskrift 8 hjúkrunarfræðinga úr sérnámi í heilsugæsluhjúkrun. Þar voru þeir kvaddir af sínum lærimeistara og kennslustjóra ÞÍH með rós og óskum um velfarnað í starfi. 

Þetta var 7. árgangur sérnámsins og hafa 60 heilsugæsluhjúkrunarfræðingar nú útskrifast víðs vegar af landinu.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá útskriftarhópinn í heild sinni í einni kennslulotunni á ÞÍH síðasta vetur.
Frá vinstri: Auður Karen Gunnlaugsdóttir (HSN), Guðbjörg Aðalsteinsdóttir (HSA), Kristín Sigurmundsdóttir (HSS), Eygló Björg Helgadóttir (HH), Tinna Bjarnadóttir (HH), Sigríður Einarsdóttir (HSU). Í hægra horni: Guðrún Erla Sigfúsdóttir (HH) og Sigríður Atladóttir (HSN) sem voru fjarverandi þegar myndin var tekin.

 

Á myndinni hér til hliðar má sjá nokkra útskriftarnemendur í kaffiboðinu ásamt lærimeisturum sínum og kennslustjóra ÞÍH. Því miður áttu ekki allir heimangengt.