Rannsókn á samhliða ávísun á ópíóíða og benzodíazepín/Z-lyf og tengsl við dánartíðni

Rannsókn á samhliða ávísun á ópíóíða og benzodíazepín/Z-lyf og tengsl við dánartíðni

Mynd af frétt Rannsókn á samhliða ávísun á ópíóíða og benzodíazepín/Z-lyf og tengsl við dánartíðni
16.09.2022

Nú í byrjun september var birt grein í tímaritinu Frontiers in Pharmacology um niðurstöður rannsóknar á samhliða ávísun ópíóíða og benzodíazepína/Z-lyfja til langs tíma og tengslum við dánartíðni (Linnet K, Thorsteinsdottir HS, Sigurdsson JA, Sigurdsson EL, Gudmundsson LS – Co-prescribing of opioids and benzodiazepines/Z-drugs associated with all-cause mortality – A population-based longitudinal study in primary care with weak opioids most commonly prescribed – Front Pharmacol. 2022; 13: 932380 doi: 10.3389/fphar.2022.932380). Í rannsóknarteyminu eru starfsmenn Þróunarmiðstöðvar og Háskóla Íslands.

Markmið rannsóknarinnar var að kanna dánartíðni sjúklinga í heilsugæslunni sem fengu þessum lyfjum ávísað samfellt á minnst þriggja ára tímabili og þá einkum horft til vægra ópíóíða, það er kódeíns og tramadóls. Skoðað var ávísanamynstur 221.804 einstaklinga sem haft höfðu samskipti við heilsugæsluna. Af þeim voru 88.832 sem uppfylltu inntökuskilyrði.

Áhættuhlutfall aukinnar dánartíðni þeirra sem fengu benzodíazepín/Z-lyf reyndist 2,66 (95% CI 2,25-3,09) og hjá þeim sem fengu bæði benzodíazepin/Z-lyf og ópíóíða var það 5,12 (95% CI 4,25-6,17). Þá sýndu niðurstöður rannsóknarinnar einnig skammtaháða dánartíðni.

Slóðin á greinina er: https://www.frontiersin.org/articles/10.3389/fphar.2022.932380/full