Ráðleggingar um D-vítamín bætiefni til barnshafandi kvenna

Mynd af frétt Ráðleggingar um D-vítamín bætiefni til barnshafandi kvenna
25.08.2022

Breyting hefur verið gerð á ráðleggingum um D-vítamín til barnshafandi kvenna. Líkt og áður er konum eindregið ráðlagt að taka D-vítamín sem samsvarar ráðlögðum dagskammti (15µg á dag eða 600 IU) alla meðgönguna.

Sú breyting hefur orðið á ráðleggingum að ef barnshafandi konur hafa ekki verið að taka D-vítamín reglulega áður en meðganga hófst er nú mælt með því að taka aðeins hærri skammta í nokkrar vikur, eða sem samsvarar 25-50 µg (1000-2000 IU) á dag.  


Sjá nánar í fróðleiksmola mæðraverndar á ÞÍH  heimasíðu næringarsviðs ÞÍH, upplýsingum um D-vítamín á heimasíðu embættis landlæknis og á heilsuveru.