Við viljum vekja athygli á fræðslu fyrir starfsfólk ung- og smábarnaverndar á ÞÍH fimmtudaginn 28. október klukkan 14.00-16.00.
Fræðslan ber heitið Málþroski barna undirstaða undir lífið.
Fjallað verður um verklag varðandi þjónustu við bæði íslensk og fjöltyngd börn. Talmeinafræðingar á HTÍ munu fjalla um þætti málþroska og viðvörunarbjöllur sem kalla á frekari stuðning við fjölskyldur.
Einnig munu þær tala um árangur samstarfs við ung- og smábarnavernd síðastliðna 18 mánuði. Brúarsmiðir Miðju máls og læsis munu fjalla um hinn fjölbreytta hóp foreldra með erlendan bakgrunn og stuðning við þau ásamt mikilvægi þess að fylgjast vel með framförum barna þeirra.
Fræðslunni verður streymt á Teams fyrir þau sem vilja.
Skráning er á netfangið throunarmidstod@heilsugaeslan.is. Takið fram hvort þið viljið mæta eða fá hlekk á streymið.