Í október hefti Læknablaðsins birtist grein um þróun lyfjaávísana á ópíóíðalyf í heilsugæslu á árabilinu 2008 til 2017.
Fyrsti höfundur greinarinnar er Sigríður Óladóttir læknanemi sem gerði BS verkefni um efnið fyrir 2 árum undir handleiðslu fastra kennara í heimilislæknisfræðinni.
Það er fagnaðarefni þegar læknanemar og ungir læknar birta niðurstöður úr vísindavinnu í ritrýndum tímaritum.
Vonandi munu niðurstöður rannsóknar Sigríðar verða hvatning til gæðaþróunar á þessu sviði í heilsugæslunni.