Þann 20.maí síðastliðinn var haldinn fyrsti vorfundur Strama Ísland þar sem komu saman Stramalæknarnir og fulltrúar Þróunarmiðstöðvarinnar ásamt fulltrúum samstarfsaðilanna, Sóttvarnarlæknis og Sýklafræðideildar LSH.
- Jóhannes Bergsveinsson læknir á Akranesi kynnti fyrirkomulag Stramaverkefnisins í Svíþjóð
- Jón Steinar Jónsson læknir og Brynjar Bjarkason verkefnisstjóri á ÞÍH kynntu samanburð milli stofnana á gögnum úr Gagnasýn Sögu
- Anna Margrét Halldórsdóttir læknir hjá Sóttvarnarlækni kynnti þróun og stöðu sýklalyfjanotkunar á Íslandi
- Kristján Orri Helgason læknir á Sýklafræðideild LSH kynnti stöðu og þróun sýklalyfjaónæmis
- Michael Clausen barnalæknir var gestur fundarins og fjallaði um áhrif sýklalyfjanotkunar barna á þarmaflóru og heilsu
Að lokum var umræða um áherslur Stramaverkefnisins fyrir haustfundi Stramalækna á heilsugæslustöðvum landsins næstkomandi haust og markmið fyrir árið 2022 sem gætu stuðlað enn frekar að skynsamlegri ávísun sýklalyfja