Ung- og smábarnavernd ÞÍH hélt námskeið um brjóstagjöf fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður í ung- og smábarnavernd þann 4. maí síðastliðinn.
Fræðslunni var streymt og var þátttaka góð.
Leiðbeinendur á námskeiðinu voru:
- Hulda Sigurlína Þórðardóttir ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur og IBCLC brjóstagjafaráðgjafi
- Ingibjörg Eiríksdóttir ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur og IBCLC brjóstagjafaráðgjafi
Hægt er að nálgast upptöku af námskeiðinu á læstri síðu ÞÍH. Notendanafn og lykilorð má nálgast hjá throunarmidstod@heilsugaeslan.is. Stefnt er að því að halda áfram að taka upp fræðslu og hafa aðgengilega á þessari læstu síðu.
Einnig viljum við benda á að Norræna brjóstagjafaráðstefnan verður haldin á Hótel Hilton í Reykjavík 23. - 24. september 2021. Áhugasamir eru hvattir til að taka þennan tíma frá.