Mæðravernd og ung- og smábarnavernd eðlileg á ný

Mynd af frétt Mæðravernd og ung- og smábarnavernd eðlileg á ný
21.01.2021

Frá og með 25. janúar kemst mæðravernd og ung- og smábarnavernd aftur í eðlilegt horf. Viðbúnaður vegna COVID-19 er nú minni á heilsugæslustöðvum.

Helstu breytingar eru:

  • Maki er aftur velkominn með í skoðanir í mæðravernd.
  • Báðir foreldrar mega koma með barn í allar skoðanir í ung - og smábarnavernd.  

Við minnum samt alla sem koma á heilsugæslustöðvar að passa áfram upp á smitvarnir og taka tillit til annarra.

Verðandi foreldrar og foreldrar sem eru veikir mega alls ekki koma í mæðravernd eða ung- og smábarnavernd. 

Hafa verður í huga að án fyrirvara geta aðstæður breyst á einstökum heilsugæslustöðvum. Þá gæti þurft að fresta viðtölum og/eða vitjunum. 

Starfsmenn heilsugæslustöðva þakka þolinmæði og tillitssemi síðustu mánuði. Við erum í þessu saman.