Við á ÞÍH viljum vekja athygli á bæklingum sem sorgarmiðstöð hefur gefið út en á tíma aðventunnar eiga margir um sárt að binda.
Á næstu dögum munu heilsugæslum berast þessir bæklingar og það væri vel ef bæklingarnir fengu að liggja frammi fyrir skjólstæðinga.
Hér má finna bæklingana á rafrænu formi þar sem má einnig prenta út fyrir skjólstæðinga ef þurfa þykir.
Ath: Heilsugæslum úti á landi er bent á að hafa samband við Sorgarmiðstöð í netfangið sorgarmidstod@sorgarmidstod.is og óska eftir bæklingum beint frá þeim svo það sé öruggt að öllum heilsugæslum berist þessi bæklingur.