Þróunarmiðstöð íslenskrar Heilsugæslu (ÞÍH) er í rannsóknarsamstarfi við Íslenska Erfðagreiningu (ÍE) og LSH um langvinn áhrif Covid-19.
Þeim sjúklingum sem greinst hafa verið með Covid-19 sl vor verður boðið í rannsóknina og mæta í Þjónustumiðstöð Rannsókna í Kópavogi.
Ef niðurstöður úr rannsóknum og/eða spurningalistum gefa tilefni til frekari uppvinnslu eða meðferðar verða þær sendar viðkomandi heimilislækni/heilsugæslustöð og jafnframt verða einstaklingarnir hvattir til að bóka tíma hjá sínum lækni til eftirfylgdar. Ekki er reiknað með að hér sé um fjölmennan hóp að ræða og hann dreifist á allar heilsugæslustöðvar.
Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast hér