Nýir starfsmenn

Mynd af frétt Nýir starfsmenn
15.10.2020

Starfsmannahópur ÞÍH stækkar stöðugt og verður fjölbreyttari.
Nú í september tók til starfa Jórlaug Heimisdóttir, hjúkrunarfræðingur með mastersgráðu í Lýðheilsu. Hún hefur verið ráðin í stöðu verkefnastjóra heilsueflandi móttaka sem er 100% starf.

Í byrjun október hóf störf Áslaug Heiða Pálsdóttir, barnalæknir. Hún verður í 30% stöðu á ÞÍH og kemur til með að koma að ýmsum verkefnum.

Það er spennandi starf í vændum og bjóðum við Jórlaugu og Áslaugu innilega velkomnar til starfa og hlökkum til góðs samstarfs.
Lista yfir starfsmenn ÞÍH má nálgast hér.