Fimmtudaginn 27. ágúst var haldið kaffiboð í tilefni af útskrift tíu sérnámshjúkrunarfræðinga, þar sem þeir voru kvaddir af sínum lærimeistara og kennslustjóra ÞÍH með rós og óskum um velfarnað í starfi. Þetta var fimmti árgangur sérnámsins og hafa nú 39 hjúkrunarfræðingar útskrifast úr náminu. Af þeim sem útskrifuðust í sumar þá starfa sex hjúkrunarfræðingar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), tvær hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), ein hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) og ein hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSS).
Á myndinni að ofan má sjá frá vinstri; Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir (HH), Íris Dröfn Björnsdóttir (HSS), Kristey Þráinsdóttir (HSN), Karólína Andrésdóttir (HSA), Unnur Guðjónsdóttir (HH), Tinna Daníelsdóttir (HH), Ása Sæunn Eiríksdóttir (HH), Ásdís Eckardt (HH), Berglind Ragnarsdóttir (HSN). Á myndina vantar Agnesi Svansdóttur (HH).
Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er nú að hefjast í sjötta sinn. Búið er að ráða í 13 sérnámsstöður fyrir árið 2020-2021 og starfa hjúkrunarfræðingarnir við allar heilbrigðisstofnanir landsins. Hver staða er 80% og veitist frá 1. ágúst 2020 til eins árs. Við bjóðum nýja sérnámshjúkrunarfræðinga velkomna í námið.