Mæðravernd að færast í eðlilegt horf

Mynd af frétt Mæðravernd að færast í eðlilegt horf
26.05.2020

Mæðravernd á heilsugæslustöðvunum er að færast í eðlilegt horf nú þegar viðbúnaður vegna COVID-19 er minni.

Helsta breytingin er að nú er maki aftur velkominn með í skoðanir í mæðravernd.

Við minnum samt alla sem koma á heilsugæslustöðvar að passa áfram upp á  smitvarnir og sýna tillitsemi. Mjög mikilvægt er að fólk á alls ekki að koma veikt í mæðraskoðun.

Ljósmæður og aðrir starfsmenn heilsugæslustöðva þakka þolinmæði og tillitsemi á undanförnum vikum.