Samningur LSH, HH og ÞÍH um sérnám í heimilislækningum

Mynd af frétt Samningur LSH, HH og ÞÍH um sérnám í heimilislækningum
23.12.2019

Undirritað var samkomulag ÞÍH, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og LSH um sérnám í heimilislækningum á Íslandi þann 12.12 síðastliðinn.

Samkomulagið fjallar meðal annars um samstarf þessara aðila og framkvæmd sérnámsins en 40% af starfsnámi sérnámslækna fer fram á sjúkrahúsi og þar er að mörgu að hyggja.

Samstarf heilsugæslunnar og Landspítala um sérnámið er mjög mikilvægt og var formgert með samkomulagi fyrst 2014 sem nú er endurnýjað með ýmsum breytingum.  

Mikilvægasta breytingin eða viðbót er að nú fylgir samkomulaginu viðauki fyrir starfsnámstíma á hinum ýmsu deildum þ.e. á kvennadeild, bráðadeild, lyflækningasviði og öldrunardeildum,  geðsviði og Barnaspítala Hringsins.  Þar er meðal annars kveðið á um tíma á deildum og störf klínískra handleiðara og samskipti við mentor í heilsugæslunni. Einnig er fjallað um námsmat , með hvaða aðferðum það fari fram og hvaða atriði leggja skuli leggja  áherslu á. 

Samkomulag þetta markar áframhaldandi góða samvinnu heilsugæslunnar og Landspítalans sem er báðum aðilum mjög mikilvæg enda tilgangurinn að mennta heimilislækna til framtíðar fyrir land og þjóð.