Rafrænt matskerfi í starfsnámi læknakandídata

Mynd af frétt Rafrænt matskerfi í starfsnámi læknakandídata
03.06.2019

Þriðjudaginn 21.maí var haldinn kynningarfundur fyrir heimilislækna um notkun rafræns matskerfis í starfsnámi læknakandídata. 

Þetta rafræna kerfi hefur verið notað á kennslusjúkrahúsum landsins sl 3 ár og verður tekið í notkun í heilsugæslunni nú í sumar. Inga Sif Ólafsdóttir kennslustjóri á LSH fór yfir hvernig við nýtum þetta matskerfi í heilsugæslunni, hvaða kröfur eru gerðar og kosti þess umfram eldri matskerfi.

Um tuttugu heimilislæknar sem sinna starfi kennslustjóra á sinni stöð komu á fundinn í Mjódd. Fundinum var streymt á netinu og fylgdust læknar á landsbyggðinni með honum á netinu. Það breytir miklu að geta streymt svona fræðslu um landið allt og gefur mikla möguleika.

Viðbrögð fundarmanna við þessari nýbreytni voru góð og verður gaman að innleiða nýtt og betra vinnulag við mat á starfsnámi nýútskrifaðra kandídata sumarsins.