Góðir gestir í kjördæmaviku

Mynd af frétt Góðir gestir í kjördæmaviku
20.02.2019

Þingflokkur Vinstri Grænna, þar á meðal heilbrigðisráðherra, og tveir borgarfulltrúar komu í heimsókn í kjördæmaviku. Heilsugæslan Efra Breiðholti og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu voru heimsótt og starfsemi þeirra og HH almennt kynnt.

Þessir góðu gestir komu miðvikudaginn 13. febrúar. Þau byrjuðu á að heimsækja Heilsugæsluna Efra-Breiðholti, þar skoðuðu þau heilsugæslustöðina og hittu starfsmenn. Nanna S. Kristinsdóttir svæðisstjóri var með kynningu á starfinu. Hún lagði áherslu á samfellu í þjónustu, samstarf við aðra aðila hjá ríki og borg og öflugt gæðastarf stöðvarinnar.

Svo var farið á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu í Álfabakka 16. Þar sagði Óskar Reykdalsson settur forstjóri frá starfsemi HH almennt. Emil L. Sigurðsson forstöðumaður og Jón Steinar Jónsson yfirlæknir fóru yfir starfsemi og verkefni nýrrar Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu.

Gestirnir voru áhugasamir og það fóru fram líflegar umræður sem voru gagnlegar, bæði fyrir gesti og gestgjafa. Heimsóknin endaði á kaffiveitingum og áframhaldandi spjalli.

Heimsókn VG til HH - Hópmynd