Grein um notkun lyfja, fæðubótarefna og náttúruvara á meðgöngu

Mynd af frétt Grein um notkun lyfja, fæðubótarefna og náttúruvara á meðgöngu
08.02.2019

Í janúar tölublaði Læknablaðsins birtist fræðigrein eftir lyfjafræðingana Unni Sverrisdóttir, Freyju Jónsdóttur og Önnu Ingibjörgu Gunnarsdóttur og læknana Hildi Harðardóttur og Ragnheiði Ingibjörgu Bjarnadóttur. 
Ragnheiður er hluti af teyminu sem starfar á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.

Grein þessi er um notkun lyfja, fæðubótarefna og náttúruvara á meðgöngu. 
Hér á landi hefur lyfjanotkun á meðgöngu verið lítið rannsökuð og þetta er að því er við best vitum fyrsta rannsóknin á viðhorfi barnshafandi kvenna til lyfjanotkunar á meðgöngu og hvernig þær afla sér upplýsinga um lyfjanotkun á meðgöngu.

Þessi grein er mjög áhugaverð og hvetjum við alla til að lesa til fróðleiks og skemmtunar.