Alvarlegar aukaverkanir geta fylgt notkun sýklalyfja sem innihalda flúorokínolón eða kínolón. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur að nýju skoðað alvarlegar, langvarandi aukaverkanir vegna notkunar sýklalyfja sem innihalda kínólón og flúorokínolón og ætluð eru til inntöku, innöndunar og lyfjagjafar í æð. Einungis flúorokínolón (cíprofloxacín) er skráð á Íslandi. Bent er á hvenær ekki skuli nota flúorokínolón og hvenær skuli gæta sérstakrar varúðar.
Flúorokínólón hafa tengst langvarandi, alvarlegum, stundum óafturkræfum aukaverkunum og getur notkun þeirra haft áhrif á mörg mismunandi líffærakerfi og skynfæri. Dæmi um þessar aukaverkanir eru m.a. sinabólga og sinaslit, sársauki í vöðvum eða slappleiki, verkir í liðum eða bólgur, erfiðleikar með gang o.fl. Sumar þessara aukaverkana eru þess eðlis að ástæða er til að takmarka notkun þessara lyfja þannig að ekki sé tekin óþarfa áhætta. Þá skal einnig bent á vaxandi ónæmi E. coli fyrir cíprofloxacíni hér á landi. Það gefur einnig tilefni til aðhaldssemi í notkun þessara lyfja.
Nánari upplýsingar er að finna á vef Lyfjastofnunar