Sextán nýir sérfræðingar í heimilislækningum

Mynd af frétt Sextán nýir sérfræðingar í heimilislækningum
19.10.2018

Á heimilislæknaþinginu sem haldið var í Borgarnesi 5. – 6.  október síðastliðinn voru sextán nýir sérfræðingar í heimilislækningum boðnir velkomnir í hópinn. Þetta eru þeir sem hafa lokið sérfræðinámi á síðustu tveimur árum. Meirihluti nýju sérfræðinganna, eða tíu, luku sérfræðinámi sínu hér á Íslandi en sex koma til starfa eftir nám erlendis, flestir frá Svíþjóð en einn frá Hollandi.

Hér eru nöfn sérfræðinganna og vinnustaðir þeirra:

    Ásthildur Erlingsdóttir, Heilsugæslunni Seltjarnarnesi og Vesturbæ
    Anna Kristín Þórhallsdóttir, Heilsugæslunni Efra Breiðholti
    Baldur Helgi Möller, Heilsugæslunni Hvammi
    Brynja Steinarsdóttir, Heilsugæslunni Hlíðum
    Fjölnir Guðmannsson, Heilsugæslustöðinni á Akureyri
    Guðbjörg Vignisdóttir, Heilsugæslunni Lágmúla
    Hjördís Elva Valdimarsdóttir, Heilsugæslunni Glæsibæ
    Hólmfríður Ásta Pálsdóttir, Heilsugæslunni Árbæ
    Jórunn Harpa Ragnarsdóttir, Heilsugæslunni Mosfellsumdæmi    
    Már Egilsson, Heilsugæslustöðinni Reyðarfirði
    Sigurlaug Árnadóttir, Heilsugæslunni Seltjarnarnesi og Vesturbæ
    Tryggvi Baldursson, Heilsugæslunni Seltjarnarnesi og Vesturbæ
    Víóletta Hlöðversdóttir, Heilsugæslunni Árbæ
    Þóra Elísabet Kristjánsdóttir, Heilsugæslunni Firði
    Þórunn Hannesdóttir, Heilsugæslunni Salahverfi
    Þórunn Júlíusdóttir, Heilsugæslunni Efstaleiti

Við bjóðum þau velkomin til starfa og óskum þeim til hamingju og alls hins besta í leik og starfi. 

Af nýju sérfræðingum sextán, mættu tíu á heimilislæknaþingið þar sem þessi skemmtilega mynd var tekin. Á myndinni eru frá vinstri: Hjördís Elva, Anna Kristín, Þóra Elísabet, Fjölnir, Víóletta, Jórunn, Ásthildur, Þórunn Hannesdóttir, Baldur og Þórunn Júlíusdóttir.