Sjö sóttu um starf forstöðumanns Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar á landsvísu

Sjö sóttu um starf forstöðumanns Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar á landsvísu

Mynd af frétt Sjö sóttu um starf forstöðumanns Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar á landsvísu
27.06.2018

Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar á landsvísu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins rann út 25. júní síðastliðinn. Sjö umsækjendur voru um starfið en einn þeirra dró umsókn sína til baka. 

Umsækjendur eru:

Elínborg Bárðardóttir          
Emil Lárus Sigurðsson          
Ingibjörg Eyþórsdóttir         
Ingunn Björnsdóttir            
Óla Kallý Magnúsdóttir         
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir   

Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar leiðir faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu. Þróunarmiðstöð vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar. Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.