Lífsstíll - áskoranir heilsugæslu

Mynd af frétt Lífsstíll - áskoranir heilsugæslu
15.04.2016

Fræðadagar heilsugæslunnar verða haldnir 3. - 4. nóvember 2016.

Fræðadagar eru árlegur viðburður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og verða nú haldnir í áttunda sinn. 

Þróunarsvið heilsugæslunnar hefur umsjón með Fræðadögum en skipulagsstjóri Fræðadaganna  2016 er Helga Sævarsdóttir hjúkrunarfræðingur Heilsugæslunni Árbæ.
.
Þema daganna að þessu sinni er lífsstíll og hvað heilsugæslan getur gert, skoðað frá ýmsum hliðum

Dagskrárvinna er í fullum gangi og dagskrárdrög verða kynnt í lok maí. Hugmyndir og tillögur um umfjöllunarefni og/eða fyrirlesara eru vel þegnar. 

Sendið ábendingar í tölvupósti til Helgu Sævarsdóttur ekki síðar en 27. apríl 2016.

Fræðadagarnir verða haldnir á Grand hóteli og skráning hefst hér á vefnum 1. október.

Takið dagana frá og við hlökkum til að sjá ykkur á Fræðadögunum.