Fræðadagar heilsugæslunnar verða haldnir á Grand hóteli 5. - 6. nóvember 2015.
Fræðadagar eru árlegur viðburður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og verða nú haldnir í sjöunda sinn.
Dagskráin er fjölbreytt en þema daganna að þessu sinni er geðheilbrigði séð frá ýmsum hliðum þó einnig sé fjallað um önnur efni. Boðið er upp á 9 málstofur og 6 aðalerindi.
Þróunarsvið heilsugæslunnar hefur umsjón með Fræðadögum en skipulagsstjóri Fræðadaganna 2015 er Guðmundur Karl Sigurðsson læknir Heilsugæslunni Árbæ.
Á Fræðadagasíðunni er allt um dagskrána og þátttökuskráning.
Þegar nær dregur bætast við útdrættir erinda.