Markmið námskeiðsins er að aðstoða þátttakendur við að breyta lífsstíl til frambúðar með því að breyta hugarfari, matarvenjum og hreyfingu og draga þannig út líkum á neikvæðum afleiðingum þess að vera of feitur.
Ávinningur af bættum lífsstíl hefur góð áhrif á heilsu móður og barns, á meðgönguna og fæðinguna.
Ummæli þátttakanda:
“Það gerði bara helling finnst mér. Sneri aðeins hugsuninni við. Ég er búin að léttast um 40 kg síðan. Þannig að hluti af því er allavega út af námskeiðinu” *
Í boði eru vikulegir hóptímar í sex skipti. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um
- Afleiðingar offitu
- Mikilvægi heilbrigðs lífsstíls á meðgöngu
- Tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar
- Jákvæð áhrif reglulegrar hreyfingar
- Heilbrigðar matarvenjur
- Þjálfun svengdarvitundar
*Offita á meðgöngu: Reynsla barnshafandi kvenna af námskeiðinu Heilsan mín. Lokaverkefni Guðríðar Þorgeirsdóttur í ljósmóðurfræði 2014.