Nú er undirbúningur næstu Fræðadaga að hefjast, en þeir verða haldnir 5. og 6. nóvember 2015.
Margar ágætar hugmyndir komu fram í svörum við könnun sem var send út í kjölfar síðustu Fræðadaga en enn er tækifæri til að koma með tillögur.
- Finnst þér vanta umfjöllun um eitthvað málefni?
- Hvað er mest í umræðunni í þinu starfsumhverfi?
- Veistu um einhvern góðan fyrirlesara sem væri gaman að fá?
- Er eitthvað sem þú vilt halda erindi um?
Sendið tillögur til Þróunarsviðs HH.
Svo er um að gera að taka þessa daga strax frá í dagbókinni.
Fræðadagar eru árlegur viðburður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og verða nú haldnir í sjöunda sinn.
Þróunarsvið HH hefur umsjón með Fræðadögum