Spennandi Fræðadagar 6. og 7. nóvember

Mynd af frétt Spennandi Fræðadagar 6. og 7. nóvember
11.09.2014

Fjölbreytt, fræðandi og skemmtileg dagskrá 6. Fræðadaga heilsugæslunnar er í mótun og verður hún kynnt þegar nær dregur. Í boði verða 9 þemadagskrár um afmörkuð efni auk meginerinda. 

Aðalfyrirlesari Fræðadagana að þessu sinni er Dr. Lotte Hvas. Lotte er danskur heimilislæknir og hún ætlar að fjalla um Narrative Medicine.

Narrative Medicine er nálgun sem viðurkennir mikilvægi frásagna/bakgrunnsupplýsinga fólks í klínísku starfi, rannsóknum og menntun. Lotte nálgast efnið þannig að það nýtist vel öllu heilbrigðisstarfsfólki enda hafa aðferðir Narrative Medicine mikla þverfaglega skírskotun.

Fræðadagarnir eru eftir hádegi fimmtudaginn 6. nóvember og allan daginn föstudaginn 7. nóvember. Eins og áður er hægt að vera allan tímann eða hluta tímans.

Skráning á Fræðadagana hefst hér á vefnum í október.